FréttanetiðFólk

Þetta er ástæðan fyrir því… að Carrie Bradshaw… var aldrei NAKIN í Sex and the City

Aðdáendur þáttanna Sex and the City hafa kannski tekið eftir því að Sarah Jessica Parker var aldrei nakin í þáttunum í hlutverki sínu sem Carrie Bradshaw, ólíkt vinkonum hennar þremur.

Á vefsíðu tímaritsins Cosmopolitan kemur fram að það sé afar einföld ástæða fyrir því – Sarah Jessica Parker var nefnilega með klausu í samningnum sínum sem sagði að hún myndi aldrei bera sig í þáttunum.

“Mér fannst ekki þægilegt að leika í nektarsenum, senum með kynlífstækjum eða grófum talsmáta – þannig að ég gerði það ekki. Karakterinn minn Carrie kyssti fullt af mönnum en það fór aldrei lengra,” segir Sarah.