FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta er alveg MÁLIÐ… marenstoppar með pistasíuhnetum og súkkulaði… nammi namm – UPPSKRIFT

Sumir geta ekki haldið jól án þess að baka marenstoppa en þessir eiga eftir að heilla alla upp úr skónum.

chocolate-pistachio-meringues-5

Pistasíu- og súkkulaðitoppar

Hráefni:

3 stórar eggjahvítur

1/2 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

1/2 tsk vanilludropar

3/4 bolli sykur

1/3 bolli pistasíuhnetur, saxaðar

1/3 bolli dökkt súkkulaði, saxað

Aðferð:

Hitið ofninn í 100°C og setjið bökunarpappír á ofnplötu. Þeytið eggjahvítur þar til þær freyða og bætið síðan lyftidufti, salti og vanilludropum saman við. Á meðan þið hrærið bætið þið sykrinum saman við og stífþeytið blönduna í um 15 til 20 mínútur. Blandið hnetum og súkkulaði varlega saman við með sleif eða sleikju en geymið smá til að skreyta kökurnar með. Setjið litlar doppur af blöndunni á plötuna með skeið og skreytið með restinni af hnetunum og súkkulaðinu. Bakið í 60 til 90 mínútur, allt eftir því hvað þið gerið stórar kökur. Slökkvið á ofninum, opnið hann og leyfið kökunum að kólna alveg í ofninum.

chocolate-pistachio-meringues