FréttanetiðHeimili

Þetta er algjör SNILLD… og SPARAR þér fullt af peningum – HÚSRÁÐ

Margir eru á því að popp sem maður poppar sjálfur í potti sé mun betra en örbylgjupopp. Hins vegar er afar pirrandi að poppa sjálfur og horfa svo upp á allan þennan poppmaís sem poppast ekki og fer rakleiðis í ruslið.

Við erum með lausn á þessu hvimleiða vandamáli og hún gæti ekki verið einfaldari.

Leggið einfaldlega maísinn í bleyti í nokkrar mínútur áður en þið poppið. Vatnið gerir það að verkum að maísinn poppast fyrr og þá verða færri ópoppuð poppkorn í botninum þegar þú ert búin/n að poppa. Þvílíkur sparnaður í lengra tíma litið.