FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta er algjör snilld á MILLI MÁLA… þvílíkur unaður – UPPSKRIFT

Þetta mangó- og lárperusalat á eftir að fríska þig við eftir erfiðan dag og lætur þig ljóma af orku og ánægju. Algjör snilld með matnum eða á milli mála.

Mangó- og lárperusalat

Hráefni:

1 mangó, skorið í litla teninga

1 lárpera, skorin í litla teninga

1-2 litlir skallottlaukar, smátt skornir

1-2 rauður chili pipar, smátt skorinn

safi úr 2 súraldinum

2 msk söxuð kóríanderlauf

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum nema súraldinsafa saman í skál. Kreystið síðan safann yfir og blandið vel. Kælið í 1-2 klukkustundir áður en þið berið fram.