FréttanetiðHeimili

Þetta er æðislegt JÓLAFÖNDUR… sem börnin geta tekið þátt í – UPPSKRIFT

Nú styttist óðfluga í jólin og margir nota aðventuna í að föndra eitthvað fallegt með börnunum.

Hér kemur uppskrift að æðislegum jólatrjám sem hver og einn getur útfært á sinn hátt. Auðvelt, fallegt og einstaklega barnvænt.

Það sem þarf:

garn

frauðkeilur (fást í föndurbúðum og oft í Tiger eða Söstrene Grene)

föndurlím

nálar eða títuprjónar með skrauti á endanum

Aðferð:

Byrjið á botninum og búið til límrönd neðst. Þrýstið garninu í límið og farið hringinn með það þannig að það límist vel við.

yarn-tree-christmas-craft-for-kids-steps-1

Bætið síðan meira lími á keiluna og þrýstið garninu á þangað til þið eruð búin að hylja alla keiluna. Skreytið tréð með nálum eða títuprjónum. Svo er hægt að klippa út alls kyns skemmtilegheit, til dæmis stjörnur, og líma á tréð og á toppinn. Möguleikarnir eru endalausir.

yarn-tree-christmas-craft-for-kids-steps-2a