FréttanetiðMatur & drykkir

Þessir snúðar eru ómótstæðilegir… og þeir eru VEGAN… ekkert SMJÖR og engin EGG – UPPSKRIFT

Við gefum þessum snúðum okkar bestu meðmæli en þeir eru ómótstæðilegir og í hollari kantinum.

Pistasíusnúðar

Hráefni – snúðar:

2 1/4-1/2 bolli heilhveiti

2 msk þurrt sætuefni

2 1/4 tsk ger

1 tsk salt

1 bolli “lite” kókosmjólk

2 msk vatn

1 msk kókosolía

Hráefni – fylling:

3 msk mjúk kókosolía

1/4 bolli þurrt sætuefni

2 msk sítrónusafi

börkur af 2 sítrónum, rifinn

Hráefni – glassúr:

1 bolli flórsykur

2 msk sítrónusafi (meira ef þú vilt glassúrinn þunnan)

saxaðar pistasíur (til að skreyta)

börkur af 1 sítrónu, rifinn (til að skreyta)

Vegan-Lemon-Pistachio-Sweet-Rolls-11

Aðferð:

Smyrjið kassalaga form, sirka tuttugu sentímetra stórt, með kókosolíu. Blandið 2 bollum af hveiti, sætuefni, geri og salti saman. Hitið kókosmjólk, vatn og kókosolíu saman í örbylgjuofni þar til blandan er of heit til að snerta en ekki sjóðandi. Bætið mjólkurblöndunni varlega saman við þurrefnin. Hnoðið deigið í 5 mínútur og bætið við hveiti ef þarf. Smyrjið stóra skál með kókosolíu og búið til kúlu úr deiginu. Setjið deigkúluna í skálina og hyljið með viskastykki. Komið skálinni fyrir á heitum stað og leyfið deiginu að hefast í 45 mínútur, eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð.

Dustið hveiti á borðplötu og fletjið deigið út. Blandið 1/4 bolla af sætuefni og sítrónusafa saman í skál og setjið til hliðar. Penslið deigið með kókosolíunni og stráið sítrónublöndunni yfir og síðan rifna berkinum. Rúllið deiginu upp í lengju og skerið í 9 bita. Raðið bitunum í formið og leyfið þeim aftur að hefast í um 30 mínútur.

Stillið ofninn á 170°C og bakið snúðana í 18-20 mínútur. Setjið síðan álpappír yfir snúðana og bakið í 5-7 mínútur í viðbót. Leyfið snúðunum að kólna í 10 mínútur. Blandið síðan flórsykri og sítrónusafa saman og deilið á milli snúðanna. skreytið með hnetum og berki.