FréttanetiðFólk

,,Þessi ÞJÓÐHÁTÍÐ er held ég bara sú BESTA sem ég hef sótt”

Íslendingar eru sammála um að þjóðhátíðin í Eyjum 2016 hafi tekist frábærlega vel en veðurguðirnir léku svoleiðis við hátíðargesti sem böðuðu sig í sólinni og nutu gestrisni Eyjamanna. Fréttanetið spurði nokkra þekkta einstaklinga um upplifun þeirra í Vestmannaeyjum þessa sólríku helgi.

eyjan_ragnheidurelin
Ragnheiður og fjölskylda.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra
,,Eins og alltaf er það félagsskapurinn sem er það besta við þjóðhátíð – góðir vinir, gestrisni og gleði. Og svo núna var það hin einstaka viðbótargleði sem kom með góða veðrinu sem varð til þess að þessi þjóðhátíð er held ég bara sú besta sem ég hef sótt.”

eyjar_ivargudm
Ívar og Dagný Dögg.

Ívar Guðmundsson útvarpsmaður
,,Brekkusöngur er alltaf það besta en þar fyrir utan var það FM95Blö á laugardagskvöldið stemningin svo mikil að það kom víst fram á jarðskjálftamælum.”

eyjar_annaYr
Arna Ýr og Egill Trausti.

Arna Ýr Jónsdóttir ungfrú Ísland
,,Það besta við þjóhátíð í ár fannst mér vera óvissan. Ég var hvorki með miða til Eyja né heim. En einhvernveginn redda Eyjamenn öllu fyrir okkur gestina. Yndislegt fólk og hátíðin er alltaf jafn skemmtileg. Ég er strax byrjuð að hlakka til næstu þjóðhátíðar.”

eyja_fannar
Fannar Sveinsson fjölmiðlamaður

,,Ég var á þjóðhátíð á sunnudeginum og tók með mér bluetooth hátalara sem sló heldur betur í gegn. Ég gkk á milli hvítu tjaldanna og hvert sem ég kom söng fólk og trallaði. Ég held að kassagítarinn sé út og bluetooth hátalarinn sé inn.”

MYND/Herjólfsdalur: Ólöf Erla Einarsdóttir.
MYNDIR/einkasöfn viðmælenda.

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is