FréttanetiðMatur & drykkir

Þessi SÚPA hitar manni… svo sannarlega í kuldanum – UPPSKRIFT

Það er leikur einn að búa til þessa súpu sem er ættuð frá Tælandi og maður þarf bara einn pott til að útbúa þessa dásemd.

Tælensk karrísúpa

Hráefni:

1 msk olía

1 pakki tófú, skorið í lengjur

2 hvítlauksgeirar, saxaðir

2 msk rautt karrí (Thai red curry)

2 dósir kókosmjólk

1 msk fiskisósa

1 msk sojasósa

3 bollar frosið, asískt grænmeti

safi úr hálfu súraldini

2 laukar, saxaðir

handfylli af fersku kóríander, saxað

Aðferð:

Setjið tófúið á milli tveggja servíetta og kreistið út allan aukavökva. Hitið olíu í stórum potti og brúnið tófúið í um fimm mínútur yfir háum hita. Lækkið hitann aðeins og bætið við hvítlauk og rauðu karríi. Hrærið í um þrjátíu sekúndur. Bætið grænmetinu við og eldið í nokkrar mínútur. Bætið kókosmjólk, fiskisósu og sojasósu saman við og hrærið vel. Leyfið að malla í um fimm mínútur. Takið af hellunni og hrærið súraldinsafa, lauki og kóríander saman við.

Thai-red-curry-with-tofu-2