FréttanetiðMatur & drykkir

Þessi súpa er GEGGJUÐ… svo einföld… og glútenlaus – UPPSKRIFT

Við getum ekki mælt nógu mikið með þessari súpu – hún er einfaldlega æði. Og ekki skemmir fyrir að hún er glútenlaus.

Kjúklingabaunasúpa

Hráefni:

425 kjúklingabaunir (ef þið notið þurrar þarf að leggja þær í bleyti í köldu vatni yfir nótt. Síðan þarf að sjóða þær með smá salti í 45 mínútur til 1 klukkustund)

4 msk ólífuolía

4 hvítlauksgeirar, grófsaxaðir

2-3 rósmaríngreinar, saxaðar

560 g saxaðir tómatar

1 msk sykur

salt og pipar

4 bollar kjúklinga- eða grænmetissoð

Aðferð:

Skolið baunirnar vel. Setjið olíu í stóran súpupott og hitið með hvítlauk og rósmarín í 1 til 2 mínútur. Ekki leyfa hvítlauknum að brúnast. Bætið tómötum, sykri, salti, pipar og helmingnum af baununum við og síðan soðinu. Látið sjóða yfir háum hita og lækkið hann síðan og leyfið þessu að malla í 20 mínútur. Takið súpuna af hellunni og leyfið henni að kólna aðeins. Maukið hana með töfrasprota eða í blandara. Hitið hana aftur yfir meðalhita og setjið restina af kjúklingabaununum út í. Kryddið að vild, setjið í skálar og skreytið með rósmaríngreinum.