FréttanetiðMatur & drykkir

Þessi SÚKKULAÐIMÚS er ekki bara gómsæt… heldur algjörlega MJÓLKURLAUS – UPPSKRIFT

Vantar ykkur æðislegan eftirrétt sem er ekki óhollur og dísætur? Prófið þá þessa súkkulaðimús. Hún er æði!

Holl súkkulaðimús

Hráefni:

1 lítil dós af kókosrjóma

1 stór lárpera

1/4 bolli + 1 msk gott kakó

1/4 tsk sjávarsalt

1/2 tsk vanilludropar

1/4 bolli sætuefni

fersk ber og þeyttur rjómi (ef vill)

Aðferð:

Þeytið kókosrjómann í matvinnsluvélinni þar til hann er léttur og loftkenndur. Bætið lárperunni saman við og blandið vel saman. Bætið síðan restinni af hráefnunum saman við (nema berjum og þeytta rjómanum) og blandið vel saman. Setjið inn í ísskáp í um klukkustund og deilið síðan á milli eftirréttaskála. Berið fram með berjum og þeyttum rjóma ef þið viljið.