FréttanetiðFólk

Þessi stelpa er algjör SNILLINGUR…hún er með lífshættulegan sjúkdóm…og fáránlega góð í Zumba – MYNDBAND

YouTube-stjarnan Audrey er lítil hetja. Hún er sex ára og með sjúkdóm sem kallast Diamond Blackfan Anema. Sjúkdómurinn er afar sjaldgæfur en hann lýsir sér í því að líkami hennar framleiðir ekki rauð blóðkorn. Þeir sem eru haldnir sjúkdómnum þurfa annað hvort að fara í blóðgjöf á þriggja til fimm vikna fresti til að halda lífi eða taka inn stera með mörgum aukaverkunum.

Audrey lætur það ekki á sig fá að vera haldin sjúkdómnum og býr til skemmtileg YouTube-myndbönd til að vekja athygli á honum.

Nýjasta myndbandið með Audrey er óborganlegt því í því dansar hún Zumba eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta verðið þið að sjá. Algjör sólargeisli þessi stúlka.