FréttanetiðMatur & drykkir

Þessi sjeik…er búinn að VINNA internetið

Kaffihúsið Foodcraft Espresso í Sydney í Ástralíu gerði gjörsamlega allt vitlaust á internetinu. Ástæðan? Jú, þeir settu nýjan mjólkurhristing á matseðilinn.

En þessi mjólkurhristingur er enginn venjulegur sjeik. Hann heitir Tella Ball Shake og ofan á glasinu er heill Nutella-kleinuhringur eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan.

Það er mál manna að þessi sjeik sé eitt það óhollasta sem hægt er að fá sér – en jafnframt eitt það besta.