FréttanetiðHeilsa

Þessi safi gefur þér frísklegra útlit… stútfullur af vítamínum… þú verður að prófa þessa UPPSKRIFT

Íslenskar gúrkur er hægt að fá allt árið. Þær eru einstaklega bragðgóðar upplagt að nýta þær í holla og svalandi drykki. Gúrkur eru hollar og hitaeiningasnauðar, aðeins 12 hitaeiningar (kcal) í 100 gr. Vökvainnihald þeirra er hátt, um 96 prósent. Í gúrkum er A,B og C vítamín auk þess er í þeim kalk og járn.


gurka2

Gúrkusafi
1 stk gúrka
1 stk epli
2 cm engifer
sirka 10 blöð + stöngull af myntu
Lítið mál að bæta við steinselju, sellerí, kóríander, spínati.

Aðferð: Því grænni því betri.   Allt sett í safavélina. Auðvelt að setja á flösku og taka með í vinnuna eða bara njóta áður en vinnudagurinn hefst.