FréttanetiðSamskipti

Þessi MYND… lýsir MÓÐUR-HLUTVERKINU fullkomlega

Ástralskur ljósmyndari setti þessa mynd á Facebook og eftirfarandi texta með:

12993557_898795090226638_1975858644759668087_n

“Ég var að velta vöngum yfir því hvort ég ætti að birta þetta en þetta er raunverulegur, hrár og einn versti partur af móðurhlutverkinu sem við förum öll í gegnum á einhverjum tímapunkti!! Partur sem enginn og ekkert getur búið þig undir, parturinn sem lætur þig líða þannig að maður myndi gera allt til að láta barninu sínu batna. Hver grátur og hvert tár brjóta í manni hjartað smátt og smátt og maður vildi að þetta væri að gerast fyrir mann sjálfan í staðinn. Ég hef ekki sofið svo dögum skiptir og ég er andlega og líkamlega uppgefin en ég held áfram, eins og mæður gera! Summer var að hósta í morgun, hún var veik og að verða mjög pirruð. Móðurinnsæið mitt gerði vart við sig og við fórum saman í sturtu. Róandi hljóð í rennandi vatni og hitinn sem snerti húð okkar róaði hana niður á nokkrum mínútum… síðan kom fimm ára barnið mitt inn og tók þessa mynd!! Svo hrá tilfinningaleg stund af móðurhlutverkinu í allri sinni dýrð… hárið út um allt meira að segja!!”

Þetta finnst okkur einstaklega fallegt.