FréttanetiðFólk

Þessi mynd er að gera allt VITLAUST… er hún HÆTTULEGA OF FEIT… eða HUGRÖKK?

Raunveruleikastjarnan Mar Ortiz er best þekkt fyrir að vera í þáttunum Big Women: Big Love. Hún birti meðfylgjandi mynd á Facebook þar sem hún lætur glitta í maga sinn. Myndin hefur fengið hátt í hundrað þúsund “like”.

“Af hverju skiptir stærð máli? Stór eða lítil… ég elska fitukeppina mína! Mér er sama um að vera með stælta kviðvöðva og borða salat á hverjum degi,” skrifar Mar meðal annars við myndina og vill veita fólki innblástur til að elska líkama sína.

Fjölmargir eru búnir að skrifa athugasemdir við myndina og virðast vera skiptar skoðanir um boðskap Mar. Sumum finnst hún hættulega of feit og að henni geti ekki liðið vel svona. Aðrir styðja hana í því að elska líkama sinn og eru ánægðir með að hún hvetji fólk til að taka líkama sínum fagnandi.

En hvað finnst ykkur?