FréttanetiðFréttir

Þessi mynd af barni umkringt SPRAUTUNÁLUM… gengur manna á milli… og hér er ástæðan

Meðfylgjandi mynd, sem birt var á Facebook síðu Sher-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, hefur farið manna á milli en á henni er lítil stúlka umkringd sprautunálum og mynda nálarnar hjarta í kringum hana.

Myndin á að tákna hve mikið álag það er að geta ekki getið börn á náttúrulega hátt og þurfa að fara í gegnum erfitt glasafrjóvgunarferli. Sprauturnar tákna þau óteljandi skipti sem kona þarf að fá sprautur í ferlinu.

“Hún sýnir sanna skilgreiningu þeirrar ástar sem þurfti til að búa til þessa fallegu stúlku,” stendur við myndina.

Móðirin sem á barnið á myndinni fór í gegnum nokkrar glasafrjóvganir án árangurs og þótt ótrúlegt megi virðast er þetta bara brotabrot af sprautunum sem hún þurfti að nota samanlagt áður en hún fékk stúlkuna í fangið.