FréttanetiðFréttir

Þessi MAMMA… er búin að eyða SJÖ MILLJÓNUM í lýtaaðgerðir… til að líta út eins og DÓTTIR sín – MYNDBAND

Janet Horrocks er 57 ára móðir frá Englandi sem er búin að eyða tæpum 58 þúsund dollurum, rúmum sjö milljónum króna, í lýtaaðgerðir til að líta út eins og dóttir sín, Jane Cunliffe, sem er 36 ára.

“Ég byggði breytingu mína á dóttur minni því hún er falleg. Ég bjó hana til, ég vil líta út eins og hún,” segir Janet eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Hún bætir við að henni finnist æðislegt þegar fólk heldur að þær séu systur.

“Þá líður mér eins og ég eigi heiminn og ég hugsa um að allur peningurinn sem ég hef eytt hafi verið þess virði. Fólk myndi aldrei halda að ég væri móðir hennar og hún dóttir mín.”

Dóttir og móðir.

Dóttir og móðir.

Janet hefur farið í brjóstastækkun, látið laga nef sitt og augu, fengið sér Botox og fyllingu í varirnar til að líta út eins og dóttir sín.

“Ég hef rétt á að apa eftir útliti hennar því ég bjó hana til og hún líkist mér hvort sem er. Þannig að ég er bara að leggja aukaáherslu á þetta útlit,” segir móðirin. En hvað finnst dótturinnar um þetta allt saman?

“Þegar ég komst að því að mamma vildi vera eins og ég varð ég dauðhrædd. Ég vildi ekki að móðir mín liti út eins og ég. Ég vildi ekki að fólk héldi að hún væri systir mín. Ég vildi að það vissi að hún væri móðir mín. Móðir mín tók ekki tillit til tilfinninga minna.”