FréttanetiðMatur & drykkir

Þessi KARTÖFLUMÚS… á eftir að breyta lífi þínu – UPPSKRIFT

Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum hvað þessi kartöflumús er góð – þið verðið bara að smakka hana!

Besta kartöflumúsin

Hráefni: 

10 stórar kartöflur (1,4 kg)

170 g smjör

4 hvítlauksgeirar, saxaðir

1/2 bolli rifinn parmesan ostur

1 bolli mjólk (plús meira ef þarf)

Aðferð:

Takið hýðið af kartöflunum og skerið þær í stóra bita. Sjóðið þær með mikið af salti í tuttugu mínútur. Kartöflurnar eiga að vera mjúkar en ekki þannig að þær detti í sundur við minnstu snertingu.

Brúnið smjörið á meðan þið sjóðið kartöflurnar. Bræðið smjörið yfir meðalhita á pönnu. Þegar smjörið er bráðnað og byrjað að freyða er hvítlauknum bætt við. Lækkið hitann og hrærið stanslaust í smjörinu þar til það breytir um lit og verður brúnt. Takið af hitanum.

Hellið vatninu af kartöflunum og setjið þær aftur í pottinn. Hellið smjörinu í gegnum sigti ofan í pottinn en geymið stökku hvítlauksbitana í lítilli skál. Bætið parmesan osti og mjólk saman við kartöflurnar og vinnið blönduna með töfrasprota þar til hún er silkimjúk. Ef þú vilt þynna músina er meiri mjólk bætt við. Smakkið til og saltið ef þarf.

Berið fram með meiri parmesan osti, saxaðri steinselju og stökku hvítlauksbitunum.