Blair Delson og Ross Cohen réðu ljósmyndarann Joe Gidjunis hjá JPG Photography til að taka brúðkaupsmyndirnar sínar og fékk Joe þau til að hafa myndirnar heldur betur flippaðar.
Blair og Ross gengu í það heilaga þann 29. ágúst, sama dag og Philly Naked Bike Ride er haldið en þá safnast fólk saman fáklætt eða nakið og hjólar um Philadelphiu. Joe fékk því þá hugmynd að taka brúðkaupsmyndirnar af hjónunum í miðri hjólahátíðinni og útkomuna má sjá hér fyrir neðan.