FréttanetiðHeilsa

Þessi grautur er stútfullur af CHIA-FRÆJUM… og lætur þér líða betur – UPPSKRIFT

Chia-fræ eru ofurfæða en þessi geggjaði grautur er stútfullur af þeim og nánast hinn fullkomni morgunmatur.

Chia-grautur

Hráefni:

2 bollar möndlumjólk

1/2 bolli chia-fræ

2 msk agave síróp

1 tsk kanill

1/2 tsk vanilludropar

1/8 tsk sjávarsalt

Aðferð: 

Blandið öllum hráefnum saman í skál og hrærið vel. Passið að fræin séu alveg þakin í mjólkinni. Setjið lok eða plastfilmu yfir skálina og setjið inn í ísskáp í 2 klukkutíma.