FréttanetiðHeilsa

Þessi drykkur er svo HOLLUR… að þú hressist nánast við bara við að horfa á hann – UPPSKRIFT

Þið bara verðið að prófa þennan frískandi og holla drykk. Hann er bara algjört æði!

Greiphristingur

Hráefni:

4 bollar ferskir ananasbitar

3 stór, rauð greip

1/2 lárpera

4 bollar spínat

Aðferð:

Setjið ananasinn í blandara. Skerið greipin í helminga og kreistið allan safann úr þeim og reynið að henda öllum fræjum. Hellið greipsafanum yfir ananasinn og bætið síðan lárperunni og spínatinu saman við. Blandið þar til drykkurinn er orðinn silkimjúkur og drekkið strax.