FréttanetiðFólk

Þessari ofurfyrirsætu hefur verið sagt… að hún sé of FEIT… þvílík vitleysa – MYNDIR

“Stundum skilur fólk ekki að það er jafn móðgandi þegar einhver er gagnrýndur fyrir að vera of léttur og of þungur, sérstaklega þegar starfið manns snýst um ímynd,” segir ofurfyrirsætan Blanca Padilla í viðtali við spænska sjónvarpsmanninn Risto Mejide í þætti hans, Al Rincón.

gallery-1445890013-gettyimages-459985476

Blanca er eftirsótt fyrirsæta og hefur meðal annars sýnt nærfatnað fyrir nærfatarisann Victoria’s Secret. Í viðtalinu við Risto málaði hún ekki fagra mynd af tískuheiminum og álaginu sem fylgir honum.

Blanca-Padilla--Victorias-Secret-(March-2015)-61

“Ég hef alltaf haldið því fram að það sé mikilvægt að læra í þessu samfélagi að taka sjálfan sig í sátt og það er mjög erfitt. Það sama gildir um fyrirsætur því við vinnum með líkama okkar og útlit. Þetta starf snýst ekki um að líka vel við sjálfan sig heldur snýst það um að vera það sem vinnuveitendur vilja að við séum. Fólk sem situr heima í stofu heldur örugglega að ég sé að vera dramatísk en eina leiðin til að skilja bransann er að vinna í honum,” segir Blanca.

B9glSQsIIAAnxcy

Þá bætir hún við að hún þurfi að hafa mikið fyrir því að halda líkama sínum í góðu formi en hún hefur verið kölluð of feit af fólki í bransanum. Hún segir mikla pressu vera setta á ungar konur í þessum heimi og telur lýsandi fyrir þá pressu þegar hún bauð einu sinni annarri fyrirsætu salthnetur. Hún þáði salthneturnar og sagði að hún hefði ekki borðað neitt allan daginn.

Blanca-Padilla--Victorias-Secret-(March-2015)-28-620x826

“Ókei, þetta verður kvöldmaturinn minn, sagði hún og fékk sér fjórar hnetur,” segir Blanca.

dd_blancapadilla_01-572x1024