FréttanetiðMatur & drykkir

Þessar SMÁKÖKUR eru svo góðar… að við vildum að jólin væru alla daga – UPPSKRIFT

Ef þið ætlið að baka einhverjar kökur fyrir jól þá verðið þið að baka þessar! Þær eru í einu orði sagt trylltar!

Trufflukökur

Hráefni – trufflufylling:

100 hvítt súkkulaði, bráðið

60 g smjör, bráðið

1 tsk vanilludropar

1/2 tsk möndludropar

smá salt

2 bollar flórsykur

Hráefni – kökudeig

150 g hvítt súkkulaði, bráðið

1 bolli sykur

6 msk smjör, mjúkt

3 eggjahvítur

2 tsk vanilludropar

3/4 tsk möndludropar

3/4 tsk matarsódi

3 bollar hveiti

White-Chocolate-Almond-Vanilla-Truffle-Cookies-8

Aðferð:

Byrjið á trufflufyllingunni. Blandið hvítu súkkulaði og smjöri saman í skál og bætið restinni af hráefnunum síðan saman við. Setjið plastfilmu yfir skálina og setjið inn í ísskáp í hálftíma á meðan þið búið til kökudeigið.

Blandið smjöri og sykri vel saman og bætið því næst hvíta súkkulaðinu saman við. Bætið eggjahvítunum saman við, síðan matarsóda, salti og dropum. Blandið hveitinu síðast saman við. 

Takið fyllinguna út úr ísskápnum og búið til litlar kúlur úr henni, um það bil 32 til 36 kúlur. 

Hitið ofninn í 180°C og búið til kúlur úr deiginu. Raðið kúlunum á ofnplötur og gerið litlar holur í hverja kúlu. Setjið trufflukúlu ofan í holuna og hyljið truffluna með deiginu. Bakið í 7 til 9 mínútur.