FréttanetiðMatur & drykkir

Þessar MÚFFUR… eru ROSALEGAR… og klárast á núll einni – UPPSKRIFT

Við fáum hreinlega ekki nóg af þessum bláberjamúffum sem eru algjört lostæti! Þessar eiga ekki eftir að staldra við lengi á heimilinu.

Bláberjamúffur

Hráefni: 

3/4 bolli hveiti

3/4 bolli heilhveiti

1/4 bolli ljós púðursykur

1/2 bolli sykur

1/2 tsk salt

2 tsk lyftiduft

1/3 bolli olía

1 stór banani, maukaður

1/2 bolli soja- eða möndlumjólk

1 bolli bláber, fersk eða frosin

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C og takið til 12 möffinsform. Blandið þurrefnum vel saman og bætið síðan mjólk, banana og olíu saman við. Hrærið vel saman. Blandið bláberjum varlega saman við með sleif eða sleikju og deilið deiginu á milli formanna. Bakið í 17-20 mínútur.