FréttanetiðMatur & drykkir

Þessar eru ekki bara gómsætar… heldur STÚTFULLAR af próteini – UPPSKRIFT

Það er sko hægt að gera vel við sig og fá sér þessar pönnukökur í morgunmat án þess að fá samviskubit því þær eru stútfullar af próteini úr haframjöli, jógúrti, eggjum og banana.

Bláberjapönnukökur

Hráefni:

1 bolli haframjöl

1/2 bolli heilhveiti

1 tsk lyftiduft

2/3 bolli vanillujógúrt

2/3 bolli grísk jógúrt

1 þroskaður banani

2 egg

1 tsk vanilludropar

bláber til að skreyta

Aðferð:

Blandið öllu vel saman nema heilhveiti og bláberjum. Gott er að nota blandara eða matvinnsluvél. Þegar blandan er orðin silkimjúk er heilhveitinu bætt saman við. Hitið pönnu með smá olíu eða smjöri. Setjið tvær kúfaðar matskeiðar af deigi á pönnuna og steikið pönnukökurnar yfir meðalhita þar til loftbólur myndast á yfirborðinu. Snúið þeim síðan við og steikið í smá stund á hinni hliðinni. Njótið með bláberjum af bestu lyst.

pancake