FréttanetiðFólk

Þessar BISCOTTÍ kökur… eru fullkomin jólagjöf… fyrir kaffi-unnendur – UPPSKRIFT

Hér er einföld uppskrift að jóla-biscottí kökum sem eru æðislegar með kaffinu. Hvernig væri að gefa þeim sem eiga allt biscottí-jólagjöf í ár?

Jóla-biscotti með hvítu súkkulaði
– 12 biscottí

2 – ¼ bollar hveiti
2 bollar púðursykur
2-1 / 2 tsk engifer
1 tsk kanill
½ tsk negull
1¼ tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
½ tsk salt
2 egg
1/4 bolli vatn

½ bolli hvítt súkkulaði (brætt eftir bakstur)

* Val: gott er að setja ristaðar möndlur og/eða súkkulaðibita í deigið.

 

Aðferð:  Hitið ofninn í 150 gráður. Byrjið á því að sigta saman öllum þurrefnunum í skál. Blandið saman eggjum og vatni og blandið síðan öllu vel saman. Athugið að blandan verður þurr og ætti að geta staðið.

Notið ofnplötu og leggið bökunarpappír ofan á. Færið deigið yfir á bökunarpappírinn og mótið deigið.  Skiptið deiginu í tvo jafna hluta og gerið tvær jafnstórar lengjur úr þeim. Bakið síðan lengjurnar í 30 mínútur og kælið þær í kjölfarið í 10 mínútur.  Deigið á að vera þannig að það gefur ekki eftir þegar þrýst er á það.  Þá skerið þið lengjurnar í 2 cm breiðar sneiðar eins og sjá má myndinni hér efst og leggið þær á ofnplötuna og bakið aftur í 10 mínútur.

bisc22
Ástæðan fyrir því að sneiðarnar eru settar aftur í ofninn í 10 mínútur er til að gera þær þurrar og brakandi.

Síðan eru kökurnar eða sneiðarnar látnar kólna.  Á meðan er hvíta súkkulaðið brætt áður en sneiðunum er dýft ofan í það. Látið þorna.

Vinsælar í jólapakkann
Kökurnar eru vinsæl jólagjöf fyrir kaffiunnendur svo mikið er víst en biscottí kökur eru bestar þegar þeim er dýft ofan í kaffið segja margir.   Þú getur pakkað kökunum inn í sellófanpappír með fallegri slaufu eða keypt kaffibolla eða mál og sett kökurnar ofan í áður en þú pakkar bollanum inn í jólapappír. –  Gleðilega biscottí-hátíð.