FréttanetiðMatur & drykkir

Þessa SÚPA er svo gómsæt… og hver skammtur inniheldur aðeins 200 KALORÍUR – UPPSKRIFT

Þessi súpa yljar þér svo um munar og ekki skemmir fyrir að hún er bragðgóð. Og já, hver skammtur inniheldur aðeins 200 kaloríur!

Brokkolísúpa

Hráefni:

2 stórir brokkolíhausar

1 msk ólífuolía

1 lítill laukur, saxaður

1 lítil gulrót, söxuð

1/4 tsk salt

endi af 1 parmesan osti

6 bollar grænmetis- eða kjúklingasoð

2 bollar mjólk

1 bolli cheddar ostur

1 msk maíssterkja

1/2 tsk sinnepsduft

1/4 tsk pipar

Aðferð:

Skerið stilkana af brokkolíinu og skerið þá í bita. Geymið brokkolíblómin. Hitið olíuna í potti yfir meðalhita. Bætið brokkolístilkunum og lauk saman við og eldið í um fimm mínútur og hrærið af og til. Blandið gulrótinni saman við og síðan saltinu. Eldið í 1-2 mínútur til viðbótar.

Bætið parmesan ostinum og soðinu saman við, setjið lok á pottinn og hækkið hitann. Látið sjóða og lækkið síðan hitann þannig að blandan malli. Eldið í 30 mínútur og fjarlægið síðan parmesanendann með töng eða skeið. Bætið mjólkinni saman við og látið súpuna aftur malla.

Blandið cheddar osti saman við maíssterkju og sinnepsdúft í lítilli skál og hrærið síðan saman við súpuna þar til osturinn bráðnar. Bætið helmingnum af brokkolíblómunum saman við og eldið í 5 mínútur. Takið súpuna af hitanum og maukið hana í blandara eða með töfrasprota. Setjið súpuna aftur yfir hita og látið hana malla. Blandið restinni af brokkolíblómunum saman við og eldið í 5 mínútur í viðbót. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.