FréttanetiðHeimili

11 HLUTIR sem þú ættir að henda STRAX… þér á eftir að líða svo VEL

Heimilið er óheyrilega fljótt að fyllast af dóti en það er margt hægt að gera til að losna við draslið á auðveldan máta. Hér eru ellefu hlutir sem þú ættir að henda strax í dag.

1. Gömul tímarit

Þú átt aldrei eftir að lesa þau aftur þó þau séu voðalega falleg. Farðu með tímaritin á stað sem þú nýtast – til dæmis á Barnaspítala Hringsins. Og ef þú varst að geyma sérstakar greinar, klipptu þær þá út og settu þær í möppu.

2. Kvittanir og reikningar

Taktu saman allt sem þú þarft ekki að halda upp á og hentu því bara. Svo er tilvalið að skanna inn kvittanir sem þú þarft að halda upp á og geyma þær bara í möppu í tölvunni – þá er hægt að henda öllum pappír.

3. Föt

Hentu öllu sem þú hefur ekki notað í tvö ár, gefðu fötin eða seldu þau á netinu eða í Kolaportinu.

4. Bækur

Vertu raunsæ/r og hörð/harður. Hentu, gefðu eða seldu allar bækur sem þú hefur aldrei snert.

5. Lyf og vítamín

Farðu í gegnum lyfjaskápinn þinn og hentu öllu sem er orðið alltof gamalt til að nota.

6. Förðunarvörur og ilmvötn

Farðu í gegnum baðherbergisskápinn og hentu snyrtivörum sem er byrjað að slá í – þær geta hreinlega verið slæmar fyrir húðina.

7. Skartgripir

Hentu öllum skartgripum sem eru ónýtir og seldu þá sem þú notar ekki.

8. Matur

Farðu inn í búr og kíktu í ísskápinn og hentu öllu sem er orðið gamalt og úldið.

9. Gjafir

Það er algjör óþarfi að halda upp á afmæliskort eða gjafir sem þú átt aldrei eftir að nota. Tunnan er besta geymslan fyrir þetta þó þér líði kannski pínu illa með að vera að henda þessu.

10. Minnisbækur

Margir eiga haug af minnisbókum út um allt. Farðu í gegnum þær og hentu þeim sem þú þarft ekki lengur.

11. Gömul eða ónotuð raftæki

Það er um að gera að selja raftækin sem safna bara ryki á heimilinu eða gefa einhverjum þau sem getur notað þau.