FréttanetiðFólk

„Þegar við komum til Íslands féllum við samstundis fyrir landinu,, – Æðislegar BRÚÐKAUPS-MYNDIR teknar á Íslandi

Brúðarmyndir eru augljóslega mjög dýrmætar öllum brúðhjónum til þess að minnast stóra dagsins. Oft er það þó svo að þegar tími líður frá brúðkaupinu gætu margir fengið leið á því ef þú tækir í sífellu fram albúmið með brúðkaupsmyndunum, þrátt fyrir þann mikla áhuga sem þú hefðir á þeim.

En veraldarvefurinn virðist ekki fá nóg af brúðarmyndum pars sem ákvað að halda brúðkaup sitt á Íslandi eftir að bæði skipulag og umstang í kringum brúðkaupið varð of mikið, en fólk víðs vegar um heim hefur síðustu mánuði deilt myndunum áfram á netinu í miklum mæli.

Myndirnar hafa sannarlega fangað fegurð Íslands og hvetjum við ykkur til þess að skoða þær.
aaa

Ameríska parið þau Josh og Sarah Walk sem bæði eru tvítug ætluðu sér upphaflega að halda brúðkaup sitt í Waynesville, Ohio en breyttu staðsetningunni yfir til Reykjavíkur en þau höfðu skipulagt að fara til Íslands í brúðarferð. Þetta ferðalag skilaði þeim stórkostlegum brúðarmyndum en þau giftu sig í júní í fyrra, árið 2014.

article-2699868-1FD6476800000578-487_964x593 article-2699868-1FD6475000000578-837_964x619 article-2699868-1FD649DC00000578-504_964x596

Brúðhjónin voru mynduð á tveggja daga tímabili í fullum brúðarklæðum fyrir framan mikilfenglega fossa og stórkostleg fjalllendi. Daginn eftir athöfnina, settu þau myndir inn á Facebook og strax næsta dag tóku þau eftir þeim gríðarlegu viðbrögðum sem myndirnar vöktu en fólk tók að deila þeim áfram á Facebook og myndirnar deildust áfram á milli landa með þessum hætti.

article-2699868-1FD64A0000000578-986_964x561 article-2699868-1FD64A3400000578-511_964x603 article-2699868-1FD649A400000578-706_964x451

Ljósmyndarinn sem tók þessar fallegu myndir heitir Gabe McClintock og er hann kanadískur. Sarah hafði tekið eftir myndunum hans einn daginn þegar hún var að skoða myndir á netinu og ákvað samstundis að hann væri rétti maðurinn til þess að mynda brúðkaup þeirra Josh.

„Ég hafði séð bloggið hans Gabe og myndirnar hans voru ólíkar öllu öðru sem ég hafði séð áður. Hann bara varð að taka myndirnar!“ sagði Sarah.

Brúðurin sagði einnig frá því að Ísland hefði gefið þeim hið fullkomna svið fyrir þessar tilkomumiklu myndir.

article-2699868-1FD649CC00000578-848_964x559 article-2699868-1FD649C800000578-755_964x487 article-2699868-1FD649BF00000578-198_964x541

„Þegar við komum til Íslands féllum við samstundis fyrir landinu. Þetta er sá allra fegursti staður sem við hefðum getað ímyndað okkur. Það eru engin orð til þess að lýsa stórfengleikanum og ósnertri fegurðinni. Þegar við fengum að sjá ljósmyndirnar þá fóru þær vel fram úr öllum okkar vonum og við getum ekki beðið eftir því að stilla þeim upp heima og leyfa þeim að njóta sín næstu áratugina.“

Brúðguminn Josh bætti því við að hann hefði ekki átt von á þessum miklu viðbrögðum sem myndirnar fengu en er þó mjög ánægður með að hafa náð að deila upplifun sinni með heiminum.

„Við erum svo þakklát tækifærinu til þess að deila ást okkar og minningum frá þessum tíma með öðrum. Ég átti aldrei von á því að myndirnar yrðu svo vinsælar á netinu og að það skyldi gerast hefur verið ótrúleg upplifun.“

article-2699868-1FD649B400000578-272_964x574 article-2699868-1FD649AE00000578-702_964x534 article-2699868-1FD649A900000578-987_964x520