FréttanetiðFólk

Þau kysstust NÍTJÁN SINNUM… sjáðu alla kossana hér – MYNDBAND

Leikarinn Ashton Kutcher og leikkonan Mila Kunis léku saman í gamanþáttaröðinni That 70s Show en þættirnir voru sýndir í kringum aldamótin síðustu.

Ashton lék Kelso en Mila lék Jackie og voru þau mjög ástfangin.

Nú er búið að taka saman alla kossa Kelso og Jackie í þættinum en þeir voru alls nítján. Er þetta ekki síst skemmtilegt í ljósi þess að Mila og Ashton eru í dag hjón en þau giftu sig fyrr á þessu ári eftir að hafa verið par síðan árið 2012. Í hitti-fyrra eignuðust þau sitt fyrsta barn saman, dótturina Wyatt.