FréttanetiðSamskipti

Þau giftu sig fyrir SEXTÍU árum… og eiga brúðartertuna ENNÞÁ

Ann og Ken Fredericks fögnuðu nýverið sextíu ára brúðkaupsafmæli sínu og gerðu það sem þau gera vanalega á brúðkaupsafmæli sínu – fengu sér bita af brúðartertunni.

Já, þau eiga enn brúðartertuna sem móðir Ann bakaði árið 1955. Hún er í umbúðum og er geymd í dós í búrskápnum í eldhúsinu og hefur aldrei farið inn í frysti þessi sextíu ár. Hún bragðast ekki alveg eins og ný og dýfa hjónin henni í smá koníak til að bleyta upp í henni áður en þau gæða sér á tertunni.

„Hún er ekki vond á bragðið en hún er örlítið þurr,” segir Ann í viðtali við ABC News um þessa einstöku hefð hjónanna.

Aðspurð hvernig þau halda ástinni lifandi segjast þau einfaldlega elska hvort annað og að þau eigi líka „góða, nána fjölskyldu,” segir Ken. Ann bætir við að þau leiðist á hverju kvöldi áður en þau fara að sofa.

Hjónin þá og nú.

Hjónin þá og nú.