FréttanetiðHeilsa

Hún var alltaf með VERKI í KVIÐARHOLINU… þar til hún gerði ÞETTA

Einstaklingar sem drekka mikið áfengi þróa frekar með sér lifrarsjúkdóma af völdum áfengisneyslu en þeir sem halda sig frá áfenginu.

Það er hinsvegar ástand sem skapast við óhollar neyslu- og lífstílsvenjur, lyfjainntöku, vannæringar og fleiru sem talið er upp hér neðar* sem er kallað fitulifrar-sjúkdómur án áfengis (NAFLD eða non-alcoholic fatty liver disease).

Þetta ástand sér til þess að lifrin er svakalega bólgin sem leiðir hæglega til lifrarsjúkdóma. Að minnsta kosti 20% íbúa Bandaríkjanna er með NAFLD.

Einkenni NAFLD er þyngdaraukning og líka þyngdartap, þreyta, lasleiki og stöðugir verkir í efri hluta hægra kviðarholsins.

*Fitusöfnun í lifrinni skapast burtséð frá áfengisneyslu vegna vannæringar,  insúlínónæmis, of háu kólesteróli, sykursýki, lifrarbólgu og ákveðnum lyfjum eins og barkstera, tetracýklín, aminodarone, aspirín, diltiazem og veirueyðandi lyfjum.

Það eru til gagnlegar náttúrulegar leiðir sem felast í að setja hollustu ofan í sig sem hafa góð áhrif á lifrina. Okkur langar að benda þér á nokkur náttúruleg úrræði:

1.  Í rannsókn sem birt var í kanadíska Journal of Gastroenterology árið 2008 var því haldið fram að matvörur með lágan sykurstuðul bæta líkamsástandið ef um NAFLD sjúkdóminn er að ræða. Ráðlegt er að sleppa öllum sykruðum drykkjum.  Epli, egg, laukur, hvítlaukur, perur, belgjurtir, spergilkál, ætiþistlar, rósakál, hvítkál, gulrætur og grænt grænmeti eru allar fæðutegundir með lágan sykurstuðul og því ráðlegar til neyslu.

2. Samkvæmt rannsókn sem birt var í tímaritinu Journal of Hepatology (lifrarfræði) sem gerð var árið 2012, var því haldið fram að hreyfing er mjög árangursrík meðferð gegn NAFLD.  Árangur var sjáanlegur hjá þátttakendum í rannsókninni sem hreyfðu sig í 40 mínútur á dag og það í 5 daga í röð. Hreyfingin kom jafnvægi á ensím-gildi líkamans sem hjálpa lifrinni.

3. Hörfræ eru holl því þau hindra að skaðleg hormón ráðist á lifrina. Tímairitð Lipids in Health and Disease heldur því fram að hörfræ-olían komi líka í veg fyrir fitusöfnun og streitu.

4. Mjólkur þristill er talinn vera eitt árangursríkasta náttúrulyfið því það kemur í veg fyrir lifrarskemmdir og afeitrar líkamann.

5. Kanill gerir kraftaverk fyrir meltinguna. Það er vitað mál.

6. Það sama á við túrmerik rótina sem þú ættir að neyta eins oft og þú mögulega getur.  Hún dregur úr bólgum og bætir insúlín-næmi líkamans.  Einnig umbreytir túrmerik fitu í líkamanum og kemur í veg fyrir lifrarskemmdir. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að túrmerik vinnur gegn krabbameini í lifrinni og bandvefsmyndun.

Ef þú þjáist af sjúkdómnum og drekkur ekki áfengi skaltu forðast síróp og unnin matvæli með háum frúktósa.Dragðu úr neyslu þína á mettaðri fitu.  Þá skaltu kynna þér öll lyf gaumgæfilega sem þú setur ofan í þig því lyf eru oftar en ekki skaðleg fyrir lifrina þína.