FréttanetiðFréttir

Þar skall hurð nærri hælum… hún rétt sleppur úr RÚLLUSTIGANUM… áður en hún stórslasar sig – MYNDBAND

Ung stúlka var ansi hreint heppin í Shenyang-verslunarklasanum í norðaustur Kína á dögunum eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Hún ætlaði að taka rúllustigann niður á aðra hæð og rétt slapp þegar rúllustiginn bilaði og var næstum því búinn að gleypa hana ef svo má segja.

Minna en tveir mánuðir eru síðan svipað slys átti sér stað í kínverskri verslunarmiðstöð en þá lést kona sem bjargaði syni sínum frá rúllustiganum.

Stuttu eftir slysið í Sheyang-verslunarmiðstöðinni var öllum rúllustigum þar lokað og vonandi er hugsað betur um öryggismálin þar í framtíðinni.