FréttanetiðFólk

Þakkar LESBLINDU velgengnina – MYNDIR

Richard Branson útskýrir hvers vegna lesblindan er hans stærsta viðskiptavopn.  Margir kennarar Richards Branson forstjóra viðskiptaveldisins Virgin töldu hann afar latan og vitlausan á yngri árum.

rrfff

Virkur hugur átti erfitt með einbeitingu
Hugur hans var mjög virkur en hann átti mjög erfitt með að einbeita sér. Honum fannst kennararnir reyndar ekki koma til móts við þarfir sínar sem lesblinds nemanda en eftir því sem árin liðu og Richard byrjaði að byggja upp viðskiptaveldi sitt uppgötvaði hann afl lesblindunnar og gæddi hana stjórnunartöfrum sínum sem gerði það að verkum að hann varð betri stjórnandi.  Þetta kemur fram í bókinni hans  ,,Like a Virgin”.

Lesblinda er meira skynjunar- en vitsmunalegt ástand og það veldur þess vegna lestruflunum. Vísindamenn telja að 3-10% af fólki sé almennt lesblint.  Malcolm Gladwell segir frá því í bókinni ,,Davíð og Golíat” að hlutfallið sé mun hærra hjá valdamiklu fólki í viðskiptageiranum þegar kemur að lesblindu sem hjálpar vissuleg til.

rrfjolskylda
Eiginkona Richard, Joan, kappinn sjálfur og börnin þeirra Holly og Sam.

Einfaldar hlutina
Branson segir að lesblindan hafi einmitt hjálpað honum að eiga í áhrifaríkum samskiptum og hún hafi kennt honum að halda sig við efnið. Hann skýrir þetta svona: ,,Ég þarf að einfalda hlutina fyrir mig. Þess vegna er það svoleiðis hjá okkur í Virgin að þegar við förum af stað með viðskiptastofnun til dæmis banka notum við ekki neinar langlokur. Allt er í skýru og einföldu máli. Ég held að fólki líki við Virgin af því við tölum ekki niður til fólks og við erum ekki heldur með yfirlæti.”

rr
Lesblinda er hans mesti styrkur.

Leitar uppi sterka fólkið
,,Ef þú ert með lesblindu lærirðu að vera góður í samningum. Þú þekkir veikleika þína og styrkleika og þú leitar uppi sterka fólkið, sem getur hjálpað þér að leysa vanda veikleikanna.  Reyndar skiptir það ekki máli hvort þú ert lesblindur eða ekki ef þú ert fær um góða samningatækni  sem er mjög mikilvægt fyrir stjórnendur,” segir Richard.

Skrifar allt niður
,,Allt of margir stjórnendur vilja halda öllu í sínum greipum og gera allt sjálfir og læra ekki að sleppa og treysta öðrum. Þess vegna tekst þeim aldrei að leiða fyrirtækjaveldi eins og Virgin,” segir Richard semþakkar lesblindunni líka fyrir að hann hafi vanið sig á að skrá alltaf niður minnispunkta. Hann lærði það sem ungur drengur að ef hann ætlaði að reyna að muna eitthvað þá yrði hann að skrá það niður.

Richard segist enn þann dag í dag bera með sér minnisbók hvert sem hann fer.   Minnispunktarnir sem hann skrifar niður öllum stundum, hafa reynst úrslitalausnir í ýmsum málum sem varða stjórnun, samningagerðir og jafnvel lagaflækjur. Richard hefur lagt fram minnispunkta sína sem sönnunargögn í ákærumálum. ,,Minnispunktarnir eru eitt kraftmesta verkfærið í verkfæratösku viðskiptabragðanna,” lét Richard hafa eftir sér.
rich12
Richard tekur sig ekki of alvarlega sem er án efa líka góður kostur í fari hans.

Lestu þetta – lesblindir snillingar.