FréttanetiðFólk

Þær voru hræddar… og vissu ekki hvað beið þeirra… þessi eina MYND bjargaði þeim

Þessi fallega og áhrifaríka mynd hefur svo sannarlega snert hjörtu margra. Myndin ferðaðist hratt um netmiðla í kjölfar þess að dýraathvarf í Bandaríkjunum setti hana á netið. Myndin sýnir bestu vinkonur bíða þess að einhver hugulsamur hundavinur komi í dýraathvarfið og taki þær að sér.

Textinn sem fylgdi myndinni var eftirfarandi: Ég heiti Kala og þetta er Keira. Við erum svo hræddar hérna inni. Í dag er síðasti dagurinn okkar. Ef enginn kemur að bjarga okkur þá erum við næstar í röðinni. Ef enginn kemur þá verður hún tekin frá mér. Ég mun sjá þegar farið verður með hana út ganginn. Hún mun ekki koma aftur og ég mun gráta. Því næst munu þeir koma að sækja mig og ég verð ekki eins hugrökk. Við höfum stutt hvor aðra í dvöl okkar hér og Keira hefur gefið mér von þegar ég átti enga eftir. Nú fer því að ljúka…

Myndin skók samfélagsmiðlana og bandarískir hundavinir deildu þessari hjartnæmu mynd í gríð og erg. Að tveimur klukkutímum liðnum hafði myndin borið árangur. Hjartahlýr hundavinur mætti í dýraathvarfið og tók að sér þessar bestu vinkonur og fór með þær heim….báðar tvær.

 

Loa
Lóa Guðrún Kristinsdóttir
Fréttanetið