FréttanetiðHeimili

Það hefur aldrei verið svona EINFALT… að pússa silfrið – HÚSRÁÐ

Gleymdu því að kaupa sérstakan vökva til að pússa silfrið þitt. Þú getur nefnilega gert það með vörum sem þú átt kannski allar til meira að segja í eldhúsinu.

Það sem þú þarft að gera er að setja álpappír inn í keramikskál með gljáandi hliðina upp. Fylltu skálina með vatni og bættu við teskeið af lyftidufti, teskeið af salti og smá hvítu ediki. Settu silfrið þitt í þessa mixtúru í fimm mínútur og viti menn – silfrið er skínandi á ný.

Ef þú notar blönduna til að hreinsa skartgripi skaltu ekki nota hana á silfurskart með eðalsteinum því steinarnir gætu skemmst.