FréttanetiðMatur & drykkir

Það hefur aldrei verið jafnt AUÐVELT að búa til ís…með bara TVEIMUR hráefnum – MYNDBAND

Og þú þarft ekki einu sinni ísvél!

Einfaldur ís

Hráefni:

1 dós sæt mjólk („sweetened condensed milk“) eða um 400 g. Þessa mjólk er yfirleitt hægt að fá í asískum matvöruverslunum

2 bollar rjómi

Aðferð:

Setjið mjólkina og rjómann í skál og þeytið í um fjórar til fimm mínútur. Setjið í ílát sem þolir frysti og frystið í að minnsta kosti átta klukkustundir, helst yfir nótt. Og viti menn – ljúffengur rjómaís er tilbúinn.

Hægt er að bragðbæta ísinn með hinu og þessu, til dæmis ferskum jarðarberjum en þá er þeim bætt við áður en herlegheitin fara inn í frysti. Njótið!