FréttanetiðMatur & drykkir

Það hefur aldrei verið jafn gaman… að borða BLÓMKÁL… því nú er það í vöffluformi – UPPSKRIFT

Áttu í erfiðleikum með að fá heimilisfólkið til að borða blómkál? Prófaðu þá að gera þessar vöfflur – þær eru æði.

Blómkálsvöfflur

Hráefni:

3 bollar hrátt blómkál (mulið í matvinnsluvél þar til það líkist brauðmolum)

2 bollar brauðrasp

2 tsk ítalskt krydd

1 bolli rifinn cheddar-ostur

2 egg

Aðferð: 

Blandið öllu vel saman í skál, hitið vöfflujárnið. Bakið vöfflurnar þar til þær eru gullinbrúnar og stökkar.