FréttanetiðHeilsa

Það getur hver sem er…búið til þennan SKRÚBB…og hann gerir kraftaverk fyrir húðina

Í þennan skrúbb þarf aðeins fjögur hráefni sem fást í næstu kjörbúð. Eftir hverju ertu að bíða? Skelltu í þennan skrúbb og dekraðu við þig.

Ofurskrúbbur

Hráefni:

1/2 sítróna

Grófur púðursykur

Kókosolía

Fersk myntulauf

Aðferð

Notið jafn mikið af hráefnunum, nema sítrónu – til dæmis einn bolla af hverju. Setjið kókosolíuna í krukku, síðan myntulauf og síðan sykur. Kreistið safann úr sítrónunni yfir, setjið lok á krukkuna og kælið í ísskáp. Ef þið viljið nota skrúbbinn strax er hægt að nota skeið til að blanda öllu vel saman. Skrúbbið ykkur hátt og lágt, hreinsið og þurrkið.

Ef þið viljið nota skrúbbinn í gjöf er sítrónusafanum sleppt en viðtakanda sagt að bæta honum við áður en hann notar skrúbbinn.