FréttanetiðOMG

Það gerist ekki FALLEGRA… hana dreymdi um að bjóða fjölskyldunni í Disneyland… og nemendurnir létu drauminn rætast – MYNDBAND

Kathryn Thompson vinnur á kaffihúsi rétt hjá Elon-háskóla í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Kathryn hefur unnið á kaffihúsinu lengi og er besti starfsmaðurinn þar; mætir aldrei of seint og vinnur sína vinnu með bros á vör.

Hana hefur lengi dreymt um að bjóða fjölskyldu sinni í Disneyland en hefur einfaldlega aldrei haft efni á því.

Þegar nokkrir nemendur í Elon-háskóla komust að því hvaða draum hún bar í brjósti ákváðu þeir að efna til söfnunar á hópfjármögnunarsíðu og náðu að safna geysimiklu fé svo Kathryn gæti boðið allri fjölskyldunni í skemmtigarðinn.

Í meðfylgjandi myndbandi tilkynna nemendurnir Kathryn að draumurinn hennar sé að fara að rætast og hún ræður ekki við tilfinningar sínar. Æðislegt góðverk!