FréttanetiðHeimili

Það er SÚPEREINFALT… að þrífa straujárnið… með bara EINU HRÁEFNI

Það er nauðsynlegt að þrífa straujárnið reglulega svo skíturinn úr járninu smiti ekki í fötin sem verið er að strauja.

En það er svo ofureinfalt að þrífa straujárn og það eina sem þú þarft er bara venjulegt borðsalt.

Stráðu saltinu á hefðbundinn pappír og renndu straujárninu yfir pappírinn. Hafðu straujárnið stillt á hæstu stillingu en ekki nota gufu. Skíturinn rennur bókstaflega af járninu.