FréttanetiðFréttir

Það er STÓRHÆTTULEGT… að horfa á sjónvarpið… í marga klukkutíma í röð

Með tilkomu efnisveita eins og Netflix gera margir sér glaðan dag með því að setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á fjölmarga þætti í röð af uppáhaldssjónvarpsefninu sínu.

Vísindamenn við háskólann í Toledo hafa hins vegar komist að því að þetta hegðunarmynstur getur verið stórhættulegt.

Vísindamennirnir fylgdust með Bandaríkjamönnum og sjónvarpsvenjum þeirra. Þeir mældu hverjir þeirra stunduðu svokallað “binge”-sjónvarpsáhorf sem þýðir að þeir horfa á sjónvarpið í tvo til fimm klukkutíma í röð á hverjum einasta degi.

Um 35 prósent þátttakenda lentu í “binge”-flokknum en þeir voru verr haldnir af streitu, kvíða og þunglyndi en þeir sem horfðu minna á sjónvarpið.