FréttanetiðHeilsa

Það er sagt að SÍTRÓNUVATN sé mjög GOTT fyrir þig… en vissir ÞÚ af ÞESSU?

Okkur langar að benda þér á kostina við að drekka vatn og sítrónu saman. Hér eru um að ræða samsetningu sem er öflug og holl. Ef þú drekkur hana á hverjum degi bætir þú heilsu þína og almenna vellíðan því blandan hefur mjög góð áhrif á starfsemi líkamans.

1. Jafnar út ph-gildi líkamans
Margt fólk trúir því að sítrónur og aðrir sítrus-ávextir virki sem sýrur á líkamann en það er alveg öfugt. Neysla sítrónuvatns alkalíserar og hreinsar líkamann. Þetta hjálpar líkamanum að vinna á hættulegum bakteríum.

2. Þurrkar út bletti í andlitinu
Sítrónuvatn bætir virkni lifrinnar, nýranna og annarra líffæra sem hafa það hlutverk að hreinsa líkamann. Lifrin og nýrun fjarlægja hættuleg eiturefni úr líkama okkar á náttúrulegan máta og því betur sem þau vinna saman því fallegri verður húðin. Sítrónuvatn er fullt af C-vítamíni sem er öflugt andoxunarefni svo flekkir í húðinni hverfa.

3. Bætir ónæmiskerfið
Ofnæmisfrumurnar eru byggðar úr ólíkum efnasamböndum en 70% þeirra er C-vítamín. Líkami okkar tekur þessa uppsprettu C-vítamíns og notar hana mjög hratt þegar hann þarf að vinna á sjúkdómum. Þess vegna er mikilvægt að hafa nóg af C-vítamíni handhægt fyrir líkamann, líka þegar við erum hraust.

4. Fjarlægir áhrif of mikillar áfengisneyslu
Að drekka sítrónuvatn getur komið í veg fyrir timburmenn. Það mun líka bæta meltingarkerfið. Neysla sítrónuvatns hjálpar afeitrunar- og hreinsunarkerfum líkamans.

5. Hjálpar þér að losna við aukakílóin
Sítrónuvatn hraðar bruna og efnahvörfum og bætir þannig meltinguna. Það minnkar líka svengdartilfinninguna og er vinur þinn í megrunarferlinu.

6. Bætir heilastarfsemina
Sítrónuvatn er fullt af pótassíum. Ef líkamann skortir pótassíum leiðir það til kvíða, þunglyndis og ringulreiðar.

7. Jafnar út blóðþrýsting
Dagleg neysla sítrónuvatns getur minnkað blóðþrýstinginn um allt að 15%.

8. Berst gegn sýkingum og vandamálum í öndunarkerfinu
Sítróna hefur undraverð bólgueyðandi áhrif sem veldur því að hún er góð í baráttunni við sýkingar og bólgur í öndunarvegi.

9. Hjálpar til við að leysa upp þvagsýru
Ef virkni líkamans er ekki í lagi getur þvagsýra safnast upp í kerfinu og valdið sársauka í ökklunum og leitt til þvagsýrugigtar. Sítróna hjálpar til við að losa og leysa upp þvagsýruna og gerir líkamanum kleift að losa sig við hana.

10. Kemur í veg fyrir ýmsar tegundir krabbameins
Eins og kom fram hér að ofan alkalíserar sítróna líkamann og margar rannsóknir hafa sýnt fram á að alkalíserað umhverfi í kerfum líkamans kemur í veg fyrir að krabbameinsfrumur geti þróast.

Það er vissulega ráðlegt að byrja daginn með sítrónuvatni. Blandaðu saman safa úr hreinni sítrónu með heitu eða köldu vatni á morgnana og drekktu það á fastandi maga. Þú munt finna breytinguna.