FréttanetiðHeimili

Það er óþolandi að ná ekki erfiðu BLETTUNUM úr baðinu… en með þessari einföldu aðferð… verður baðið eins og nýtt

Það er fátt leiðinlegra en að reyna að ná erfiðum blettum og myglublettum úr baði eða sturtu. Nú er það vandamál úr sögunni því við fundum aðferð sem svínvirkar og er í þokkabót afskaplega einföld.

Maður byrjar á því að fylla spreybrúsa af ediki og spreyja allt baðið eða sturtuklefann með því hátt og lágt. Leyfðu edikinu aðeins að liggja á meðan þú nærð í matarsóda. Gott er að vera með grímu því lyktin af edikinu er svo sterk.

Helltu matarsódanum út um allt í baðinu eða sturtuklefanum. Náðu þér síðan í svamp eða grófan bursta og skrúbbaðu flötinn vel og vandlega. Skolaðu síðan baðið eða sturtuklefann vel og vandlega og endurtaktu þetta ef þarf. Árangurinn er stórkostlegur eins og sést á meðfylgjandi mynd.