FréttanetiðFólk

ÞAÐ er nefnilega ENGINN FULLKOMINN – 13 frægir með BÓLUR

Okkur er gefin sú hugmynd að fræga fólkið sé svo fullkomið af náttúrunnar hendi  – að það hvorki prumpi né kúki.  En svoleiðis er það auðvitað ekki og mikið er fyrir því haft og miklu kostað til að láta stjörnurnar skína með þeim hætti. Á endanum eru allir mannlegir með sín hversdagslegu vandamál eins og einstaka bólur eða önnur húðvandamál.

Hér má sjá þrettán sannanir þess að Hollywoodstjörnurnar eru bara eins og fólk er flest áður en þær eru fótósjoppaðar eða hafa verið farðaðar þar til þær verða sléttar eins og barbiedúkkur.

adam
Adam Lavine Adam var kosinn kynþokkafyllsti maðurinn af People tímaritinu.  Á grunnskólaárum sínum fékk hann mikið af unglingabólum en nú hafa þær horfið enda er Adam með meðvitaður um hugsa vel um húðina til að koma í veg fyrir bólur sem hann hefur löngu fengið nóg af.
alicia

Alicia Keys  Alicia er mjög hæfileikarík söngkona og frábær píanóleikari.  Þegar hún byrjaði fyrst að koma fram barðist hún við unglingabólurnar sem virðast smá saman vera að hverfa enda hugsar hún vel um húð sína sem er viðkvæm og svo passar söngkonan upp á að borða rétta fæðu til að halda bólunum í skefjum.

BG_Scarlett-Johansson-and-her-Acne

Scarlett Johansson Scarlett  er þekkt fyrir allt aðra hluti en bólur.  Hún hefur hinsvegar þurft að passa sérstaklega vel upp á húð sína til að losna við bólurnar og fer aldrei að sofa öðruvísi en að hreinsa húðina og leggur mikla áherslu á að hreinsa meikup-burstana sína eftir hverja notkun.  Hún segir að hreinlæti sé mikilvægt til að viðhalda hreinni húð.

Britney-Spears-Acne-Scars-1

Britney Spears Ameríska popp prinsessan Britney Spears reynir að lágmarka sykurneyslu sína til að losna við bólurnar.  Mataræðið skiptir miklu máli fyrir hana og of mikill sykur og sælgæti er ávísun á bólur að hennar sögn.  Britney fékk mikið af bólum í andlitið og á bringu sem unglingur og hefur farið í lasermeðferð til að láta fjarlægja ör í andlitinu eftir bólur.

cameron

Cameron Diaz Cameron hefur barist við bólurnar frá því hún var unglingur og aldrei náð almennilega að losna við þær.  Hún segist hafa reynt allt, endalaus krem og maska og að hún hafi virkilega mikið fyrir því að halda húðinni bólulausri.  Hún segir að það eina sem virki fyrir hana sé að passa upp á heilnæmt mataræði og segir að hollustan skipti sköpum fyrir húðina og að húð hennar hafi ekki litið eins vel út eins og eftir að hún tók mataræðið í gegn.
emma

Emma Stone Emma Stone hefur oft komið fram í viðtölum þar sem hún talar um hvernig hún hefur þurft að berjast gegn því að fá bólu.  Eins og svo margir hefur hún nú náð sér góðri með því að leita til húðsjúkdómalæknis sem ávísaði lyfjum til hennar til þess að losna við bólurnar.

jessica
Jessica Simpson Jessica Simpson hefur þurft að glíma við mörg vandamál á ferlinum.  Sambönd hennar hafa ekki gengið upp, hún hefur þurft að berjast við aukakílóin á meðgöngu auk þess sem hún hefur barist endalaust við bólurnar sem hafa nú að mestu horfið eftir að hún fékk lyf við þeim.

katy (1)

Katy Perry  Katy hefur frá því hún var unglingur þurft að hafa mikið fyrir því að halda húð sinni góðri en hefur lagast mikið í húðinni eftir því sem hún eldist.
kiera

Keira Knightly Keira er ávallt falleg á öllum myndum og það kemur á óvart að rekast á hana á þessum lista.  Í viðtali við ástralska Vogue opnaði leikkonan sig með það hversu meðvituð hún þarf að vera um húð sína sem hún segir mjög viðkvæma.

lorde
Lorde Söngkonan Lorde er 18 ára frá Nýja Sjálandi. Hún hefur heldur betur slegið í gegn og á stóran aðdáendahóp um allan heim.  Hún ræðir unglingabóluvandamál opinskátt við fjölmiðla og vill koma þeim boðskap til skila að það sé í lagi að vera ekki fullkominn því enginn sé það í raun og veru.

megan
Megan Fox Leikkonan Megan Fox er sögð vera draumastúlka amerískra karlmanna.  Hún er gullfalleg en eins og allir aðrir með sín vandamál og hún á það til að fá bólur þegar hún stressast upp.

nya

Nya Rivera Nya er ein af stjörnum Glee þáttanna og hefur rætt það opinberlega við fjömiðla hversu erfitt er fyrir hana að halda húð sinni góðri en hún fær enn bólur þrátt fyrir að vera komin á þrítugsaldurinn.

rihanna
Rihanna Rihanna er nánast guðdómlega falleg en hún þarf líka að hafa mikið fyrir útliti sínu og notar mikið meik til að fela bólurnar sem hún fær stundum eins og annað fólk. – e@frettanetid.is