FréttanetiðMatur & drykkir

Það er leikur einn… að búa til sínar eigin nachos-flögur – UPPSKRIFT

Nú þarftu aldrei aftur að kaupa nachos-flögur út í búð því þú getur barasta búið þær til sjálf/ur. Það er ekkert smá einfalt.

Nachos-flögur

Hráefni:

tortilla-pönnukökur (ef þú vilt búa þær til frá grunni sjá uppskrift hér)

bökunarsprey

sjávarsalt

Aðferð:

Skerið pönnukökurnar í átta jafnstórar sneiðar. Spreyið bökunarspreyi á ofnskúffu og raðið sneiðunum í einfalda röð í skúffuna. Spreyið bökunarspreyi á sneiðarnar og stráið síðan salti yfir. Bakið við 185°C í 7 til 10 mínútur og snúið sneiðunum við og bakið í aðrar 7 til 10 mínútur. Kælið í fimm mínútur áður en þið berið fram.