FréttanetiðHeilsa

Það er ekkert mál að hraða BRENNSLUNNI… þú þarft bara að fylgja… þessu EINA ráði

Það er lítið mál að hraða brennslunni ef marka má Michelle Bridges, þjálfara í The Biggest Loser: Australia. Hún segir að það skipti kannski ekki miklu máli hvaða æfingar þú stundir en það skiptir hins vegar miklu máli hvenær tíma dags þú borðar stóra máltíð.

“Borðaðu eins og kóngur á morgnana, borðaðu eins og prins í hádeginu og borðaðu eins og fátæklingur á kvöldin,” segir Michelle á vefritinu Popsugar.

Hún segir að með því að borða stóran morgunmat hafi maður allan daginn til að brenna honum. Svo er það einnig mjög algengt að þeir sem svelti sig yfir daginn velji mjög óhollan mat á kvöldin og borði oft alltof mikið af honum.