FréttanetiðMatur & drykkir

Það er ekkert að sjóninni þinni… bara ÞRJÚ HRÁEFNI… og jólakonfektið er komið – UPPSKRIFT

Jólakonfektið gerist ekki auðveldara en þetta og ekki skemmir fyrir að krakkarnir eiga eftir að elska þetta.

Sykurpúðakonfekt

Hráefni:

2 bollar hjúpsúkkulaði

1 bolli litlir sykurpúðar

4 hafrakex, mulin

Aðferð:

Bræðið súkkulaðið, annað hvort í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Setjið álpappír í bökunarmót og dreifið súkkulaðinu ofan á álpappírinn. Dreifið hafrakexinu yfir allt súkkulaðið og síðan sykurpúðunum. Hitið ofninn í 180°C og bakið þetta í 1 til 3 mínútur eða þar til sykurpúðar eru búnir að brúnast. Leyfið þessu að kólna og setjið síðan í ísskáp í 1 klukkustund. Brjótið í bita og njótið.