FréttanetiðFréttir

Það er best að taka selfie… klukkan TÍU Á MORGNANA… en verst klukkan FJÖGUR á daginn

Á vefsíðunni Cosmopolitan er farið yfir hvenær tíma sólarhringsins sé best að taka sjálfsmynd, eða selfie, og hvenær er verst að taka slika mynd.

Að sögn húðsjúkdómalæknisins Julie Karen er best að taka selfie klukkan tíu á morgnana því þá sé húðin ljómandi af heilbrigði vegna aukins blóðflæðis.

Það er hins vegar ekki gott að taka selfie klukkan fjögur á daginn því þá er þreytan farin að sjást á smettinu.