FréttanetiðFólk

Þá vitum við það… hún lét fjarlægja öll SKAPAHÁR… og sér eftir því í dag

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi ansi persónulegum upplýsingum með heiminum á vefsíðu sinni.

Í færslu á síðunni fór hún yfir hvernig hún og systur hennar vilja snyrta skapahár sín og hefur færslan sjokkerað marga.

Khloé Kardashian.

Khloé Kardashian.

“Mér finnst gott að vera hrein, mér finnst gott að láta snyrta á mér neglurnar. Þegar er ekkert þarna niðri finnst mér það skrýtið – sérstaklega þegar maður er með brjóst og rass. Það bara fríkar mig smá út. Mig langar ekki að horfa á fullorðna konu og sjá ekkert þarna niðri,” skrifar Khloé en bætir við að of mikið af hárum sé ekki fyrir sig.

“Mér finnst líka óþægilegt að sjá eitthvað villt og ótamið.”

Khloé segist vilja hafa það sem kallað er “landing strip” á kynfærum sínum en það er þunn lína af hári rétt fyrir ofan sköpin. Sömu sögu er ekki að segja af systur hennar Kim.

Kim Kardashian.

Kim Kardashian.

“Ég veit að Kim er algjörlega hárlaus og núna væri hún til í að vera með smá þarna niðri en hún lét fjarlægja öll hár með laser. Ég meina, ég ætla aldrei að vera með hár á skapabörmunum þannig að ég læt fjarlægja það með laser! Ég nota laserinn á aðra staði þar sem sólin skín ekki. En ef mig langar að vera hárlaus get ég bara rakað hárin af og skipt um skoðun seinna,” skrifar Khloé.

Kourtney Kardashian.

Kourtney Kardashian.

Þá minnist hún líka á hina systur sína, Kourtney.

“Kourtney er sammála mér! Ég hugsa alltaf að Kourt sé með mikið kjarr í anda áttunda áratugarins – það passar bara við persónuleika hennar. En hún sver að það sé bara grín og að hún sé með “landing strip”…stundum.”